Keppnistímabilið: erum við á réttri leið?

11.09.2017

Opinn fundur um líðandi keppnistímabil í hestaíþróttum verður haldinn í E-sal ÍSÍ, miðvikudaginn 20.september næstkomandi og hefst hann kl. 18:00.

Farið verður yfir keppnistímabilið, bæði það sem vel var gert og einnig það sem má betur fara en framförum má ná fram ef við hlúum að því og hrósum fyrir það sem vel er gert, án þess að vera feimin við að taka saman punkta yfir það sem betur mætti fara á næsta tímabili.

Fulltrúar frá HÍDÍ, GDLH, FT, keppnisnefnd LH og keppnisfólki munu halda stutt erindi og í kjölfarið verður boðið upp á umræður.

Tilgangur fundarins er að gera gott betra og ef allir leggja sitt af mörkum er það vel hægt og jafnvel töluvert skemmtilegt!

LH býður fundargestum upp á súpu og brauð í stuttu matarhléi.

Aðstandendur fundarins hvetja alla áhugasama til að mæta, því nú er tækifærið til að stuðla að breytingum og farsælu keppnistímabili 2018.