Kirkjubær opnar heimasíðu

27.03.2009
Unnur, Guðmundur, Eva og Ágúst.
Hrossaræktarbúið Kirkjubær á Rangárvöllum hefur opnað heimasíðu. Kirkjubær er eitt elsta og virtasta hrossaræktarbú landsins. Hrossarækt á bænum má rekja til ársins 1940 þegar Eggert Jónsson frá Nautabúi hóf þar ræktun rauðblesóttra hrossa. Hrossaræktarbúið Kirkjubær á Rangárvöllum hefur opnað heimasíðu. Kirkjubær er eitt elsta og virtasta hrossaræktarbú landsins. Hrossarækt á bænum má rekja til ársins 1940 þegar Eggert Jónsson frá Nautabúi hóf þar ræktun rauðblesóttra hrossa.

Sigurður Haraldsson keypti jörðina 1967 og rak þar farsælt hrossaræktarbú fram undir síðustu aldamót. Synir hans, Ágúst og Guðjón, tóku þá við búinu. Eins og fram kemur á heimasíðunni þá reka þau hjónin Ágúst Sigurðsson og Unnur Óskarsdóttir nú hrossaræktarbúið á Kirkjubæ í samstarfi við Guðmund Björgvinsson og Evu Dyroy.

Heimasíðan er einföld og smekkleg. Aðalsíða er fréttasíða, en einnig eru upplýsingar um helstu hryssur búsins og stóðhesta sem hafa verið notaðir nýlega, eða verða notaðir á næstunni. Einnig er listi yfir hross frá Kirkjubæ. Sá listi er þó langt frá því að vera tæmandi og má þar miklu við bæta. Sem vonandi verður gert í náinni framtíð.

Það er netfyrirtækið Íslenskir hestar sem sá um gerð heimasíðunnar. Útlit og hönnun Axel Jón Birgisson.