Knapafundur ársins í beinni á Eiðfaxa

13.03.2025

Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga sem fram fer næstkomandi mánudag.

Athugið að sú breyting hefur átt sér stað að fundurinn mun fara fram í beini útsendingu á vefsíðu Eiðfaxa – www.eidfaxi.is og hefst hann kl 19:00.

Farið verður yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2025, breytingar sem hafa átt sér stað og ýmislegt annað gagnlegt tengt mótahaldinu. Þeir sem vilja koma spurningum á framfæri eru vinsamlegast beðnir um að senda þær á hinrik@lhhestar.is fyrir kl 12:00 mánudaginn 17. mars.