Knapar minntir á heilbrigðisskoðun hesta

30.11.1999
Knapar á Landsmóti eru minntir á að mæta með hesta sína í heilbrigðisskoðun í stóðhestahúsinu 2 - 24 klukkustundum fyrir keppni. Þetta gildir um alla hesta í A-flokki, B-flokki, tölti og skeiði.Knapar á Landsmóti eru minntir á að mæta með hesta sína í heilbrigðisskoðun í stóðhestahúsinu 2 - 24 klukkustundum fyrir keppni. Þetta gildir um alla hesta í A-flokki, B-flokki, tölti og skeiði.

Knapar á Landsmóti eru minntir á að mæta með hesta sína í heilbrigðisskoðun í stóðhestahúsinu 2 - 24 klukkustundum fyrir keppni. Þetta gildir um alla hesta í ungmennaflokki, A-flokki, B-flokki, tölti og skeiði.

Reglur um heilbrigðisskoðun keppnishesta á LM 2008:

“Einungis má nota í keppni dýr sem eru heilbrigð og vel þjálfuð...”.Lög um dýravernd nr 15/1994 6.gr.

Til að uppfylla skilyrði um dýravernd á LM 2008 hafa eftirfarandi reglur verið samþykktar af Landssambandi hestamannafélaga (LH), Landsmóti (LM) og Dýraheilbrigðissviði Matvælastofnunar

Öll hross sem keppa í A fl., B fl., ungmennaflokki, tölti og skeiði á LM 2008 skulu undirgangast dýralæknsskoðun þar sem metið er hvort hestur sé hæfur til keppni. Skoðunin skal fara fram 2 - 24 tímum fyrir hverja keppnisgrein í undankeppni. Fyrir milliriðla og úrslit fer skoðunin fram einum til tveimur tímum fyrir keppni.

Dýralæknir mótsins hefur yfirumsjón með þessum skoðunum og öðru sem snertir dýravernd á mótinu. Hann skal ævinlega kallaður til ef vafi leikur á hvort hestur sé hæfur til keppni og veita dómurum ráðgjöf eftir þörfum.

Dýralæknisskoðunin felur í sér eftirfarandi atriði:

  1. Skoðun á almennu ástandi (holdafari, eitlum, öndun auk líkamshita og hjartahljóða ef ástæða er til)
  2. Fætur þreifaðir og heltiskoðun (hreyfingar á feti og brokki)
  3. Skoðun á munni (fremsti hluti munnsins án deyfingar)

Ef einhver eftirfarandi atriða finnast er hestur dæmdur „óhæfur til keppni” og fær ekki að fara inn á keppnisvöllinn:

  1. Horaður (undir 2,5 í holdastigun), hiti, óeðlileg öndun og hjartahljóð, bólgnir eitlar
  2. Helti, bólga í sinum og liðum, dýpri sár, aumir hófar
  3. Umfangsmikil, djúp eða krónísk sár í munni
  4. Annað sem að mati dýralæknis mótsins gerir hross óhæft til keppni

Dýralæknamiðstöðin á Hellu sér um heilbrigðisskoðanir keppnishesta á mótinu.

Ákvörðun um að hestur sé „óhæfur til keppni“ er tekin af dýralækni mótsins. Hestur sem hefur verið dæmdur „óhæfur til keppni“ í einni grein má ekki keppa í neinu öðru né koma fram á nokkurri sýningu á sama móti.

Nánari útfærsla

Aðstaða til skoðunar verður í norðurenda stóðhestahúss og verður skoðun framkvæmd á eftirfarandi tímum:

Sunnudaginn 29. júní kl 13.00 – 16.00: skoðun á hestum sem keppa í í ungmennaflokki fyrir hádegi daginn eftir.

Mánudag – miðvikudag kl. 08.00 til 16.00: skoðun hesta fyrir forkeppni. Knapar mæti með hesta 24 – 2 tímum fyrir keppni.

Eftir það verður skoðun í samræmi við dagskrá mótsinns 1 – 2 tímum fyrir milliriðla, útslit og kappreiðar.

Að venju verður fóta- og útbúnaðarskoðun fyrir allar keppnisgreinar fyrir alla flokka framkvæmd af Járningamannafélaginu í umboði yfirdómara og dýralæknis mótsins.

Ýtrekað skal að fótabúnaðareglur fyrir gæðingakeppni gilda í sýningum ræktunarbúa á LM.

Frekari kynning verður á knapafundi sunnudaginn 29. júní kl 17:00 í stóra veitingatjaldinu á plani.