Kortasjá - reiðleiðaskráning

08.07.2011
Nú nýverið bættust 625 km. af reiðleiðum í kortasjána, það er viðbót við þær reiðleiðir í Árnessýslu sem áður hafði verið settar í kortasjána, enn eiga eftir að bætast við reiðleiðir þar eða rúmlega 300 km. Nú nýverið bættust 625 km. af reiðleiðum í kortasjána, það er viðbót við þær reiðleiðir í Árnessýslu sem áður hafði verið settar í kortasjána, enn eiga eftir að bætast við reiðleiðir þar eða rúmlega 300 km. Það sem á vantar í Árnessýslu eru aðallega reiðleiðir í Ölfusi með tengingum í Grafning og reiðleiðir í nágrenni Selfoss, þær koma inn síðar. Næst verður unnið að reiðleiðaskráningum í Rangárvallasýslu og þar á eftir verður farið norður yfir heiðar. Í heildina eru nú komnir 4110 km. af reiðleiðum í Kortasjána. Samhliða skráningu reiðleiða í kortasjá er unnin reiðleiðaskrá á Exel form.

Ég vil endilega hvetja þá sem eru vel staðkunnugir og sjá eitthvað sem betur má fara að koma ábendingum áleiðis til undirritaðs á bilamalunh@simnet.is eða til Sæmundar á klopp@simnet.is

Halldór H. Halldórsson
Samgöngunefnd LH