Kortasjáin í þróun

17.01.2012
Stöðug þróun á stað í kortasjánni, tákn fyrir áningahólf, skeifa, sést nú á svæði í kringum Kjóavelli og í Heiðmörk. Stöðug þróun á stað í kortasjánni, tákn fyrir áningahólf, skeifa, sést nú á svæði í kringum Kjóavelli og í Heiðmörk.
Sé músarbendillinn settur á táknið þá opnast gluggi þar sem kemur fram nafn á áningarstaðnum og um hverskonar áningu er að ræða, slá, U gerði eða girðingarhólf. Þeir áningastaðir sem komnir eru í kortasjána nú tengjast gerð reiðleiðakorts sem unnið hefur verið upp úr kortasjánni fyrir hestamannafélögin Andvara og Gust. „Reiðleiðir og örnefni á Kjóavöllum og nágrenni „. Auðvelt er gera reiðleiðakort af völdum svæðum úr kortasjánni.

Við áframhaldandi skráningu reiðleiða í kortasjána munu áningar verða skráðar samhliða svo og áningar við þær reiðleiðir sem þegar hafa verið skráðar í kortasjána.

Skráningar reiðleiða í Húnavatna- og Skagafjarðarsýslum eru vel á veg komnar og munu birtast í kortasjánni síðar í vetur.

Halldór H Halldórsson, Samgöngunefnd LH

Smellið á myndina hér fyrir neðan til að skoða Kortasjá LH: