Kvikmyndin Hross og menn

12.12.2012
Það er að verða til kvikmynd um okkur! Hún heitir Hross og menn og verður leikin mynd í fullri lengd. Það má segja að hún sé fyrsta dramatíska kvikmyndin með íslenska hestinum í forgrunni.

Kæru hestamenn.

Það er að verða til kvikmynd um ykkur!
Hún heitir Hross og menn og verður leikin mynd í fullri lengd. Það má segja að hún sé fyrsta dramatíska kvikmyndin með íslenska hestinum í forgrunni.

En við þurfum á hjálp ykkar að halda. Ef þið hafið tök á að leggja okkur lið þá  kíkið á þessa síðu.
http://alpha.karolinafund.com/project/view/2

Þar er hægt heita á okkur og í raun  kaupa  DVD diskinn fyrirfram og fá hann heimsendan þegar þar að kemur.

Peningana sem safnast notum við til að klára eftirvinnslu myndarinnar og láta drauminn rætast.

Kvikmynd  sem verður óður til hestamenningarinnar og íslenska hestsins. En umfram allt góð mynd sem segir sögur af fólki eins og okkur. Mönnum  sem lifa með hestum. Og hestum sem lifa með mönnum.

Og hér er hægt að sjá 3 mín  trailer úr myndinni.
Bara fyrir ykkur sem málið varðar.
https://vimeo.com/53200227
(lykilorðið er: benni)

Sjá einnig frekari upplýsingar um myndina og okkur sem að henni 
stöndum á :
http://hrosss.is
og
http://www.facebook.com/Hrossmovie?fref=ts

Benedikt Erlingsson
Leikstjóri.