Kynbótadómar á Kjóavöllum

04.02.2009
Árlegir kynbótadómar og folaldasýning verður haldin í Andvara laugardaginn 7. febrúar. Kristinn Hugason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, mun að venju dæma hrossin og gefa leiðbeiningar. Árlegir kynbótadómar og folaldasýning verður haldin í Andvara laugardaginn 7. febrúar. Kristinn Hugason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, mun að venju dæma hrossin og gefa leiðbeiningar. „Þessi forskoðun kynbótahrossa hefur verið við lýði í Andvara í mörg herrans ár, að frumkvæði Hannesar Hjartarsonar,“ segir Kristinn. „Eins og allir hestamenn vita er ekki hægt að kveða upp áreiðanlega dóma á þessum árstíma. Þetta er hugsað meira sem leiðbeining í upphafi vetrar fyrir þá sem eru að leggja upp í tamningu og þjálfun á trippum. Þetta hefur verið mjög vinsælt og sérstaklega er folaldasýning vinsæl hjá börnunum, mjög góð fjölskylduskemmtun. Þetta eru opnar sýningar og á hverju ári kemur fólk úr nágrannafélögunum með unghross og folöld í dóm.“

Forskoðun kynbótahrossa fer fram í reiðhöll Andvara á Kjóavöllum frá klukkan níu til tólf fyrir hádegi. Folaldasýning hefst svo klukkan 16.00 á sama stað. Úrslit verða svo um klukkan 17.30.

Sjá nánar á www.andvari.is