Kynning á fjórða fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - doktor Sveinn Ragnarsson

18.12.2023

Hefurðu velt fyrir þér hvers vegna fólk laðast að hestum? Er hugsanlegt að samskipti við hesta hafi áhrif á manneskjur og er það kannski gagnkvæmt? Hvað eru gildi og hvernig tengjast þau samfélagi, hestamennsku og velferð? Þessar vangaveltur ásamt fleirum, mun doktor Sveinn Ragnarsson, prófessor við Hestafræðideildina á Hólum, fjalla um.

Dr. Sveinn er hrossaræktandi, knapi og kynbótadómari auk þess að sinna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hestamenn hefur hann birti fjölda vísindagreina um íslenska hestinum.

Skráðu þig á Rafræna Menntaráðstefnu LH hér: SKRÁNING