Lægra afgjald á stærstan þátt í auknum hagnaði

24.10.2008
Lægra afgjald til Rangárbakka ehf. á stærstan þátt í auknum hagnaði Landsmóts ehf.. Þetta kom fram í svari Haraldar Þórarinssonar, formanns LH, í svari við fyrirspurn um afstöðu LH til leigu fyrir Landsmótssvæðin.Lægra afgjald til Rangárbakka ehf. á stærstan þátt í auknum hagnaði Landsmóts ehf.. Þetta kom fram í svari Haraldar Þórarinssonar, formanns LH, í svari við fyrirspurn um afstöðu LH til leigu fyrir Landsmótssvæðin.Lægra afgjald til Rangárbakka ehf. á stærstan þátt í auknum hagnaði Landsmóts ehf.. Þetta kom fram í svari Haraldar Þórarinssonar, formanns LH, í svari við fyrirspurn um afstöðu LH til leigu fyrir Landsmótssvæðin.

Haraldur sagði að afgjaldið til Rangárbakka hefði að þessu sinni verið lækkað verulega, eða niður í 10% af innkomu. Áður hefði afgjaldið verið frá 20 og allt upp í 33%, sem að hans mati var óviðunandi. Með svo hárri leigu væri nær ómögulegt að ná hagnaði af Landsmótum.

Hann sagði að ef leigan af Landsmótinu nú hefði verið 20% hefði hagnaðurinn lækkað niður í 10 milljónir króna. Ef afgjaldið hefði verið 30% hefði mótið verið rekið með fjögra milljón króna tapi. Hann sagði það sína skoðun að hestamennskan ætti að sitja við sama borð og Landsmót UMFÍ. Ríki og sveitarfélög greiddu allan kostnað við uppbyggingu íþróttasvæða þar sem þau væru haldin.