Landslið Íslands í hestaíþróttum tilkynnt

20.07.2009
Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu heimsmeistarar í fimmgangi 2007
Þriðjudaginn 21. júlí kl.16:00 í verslun Líflands að Lynghálsi 3 verður íslenska landsliðið í hestaíþróttum tilkynnt. Heimsmeistarmót íslenska hestsins er að venju beðið með mikilli eftirvæntingu en það er haldið annaðhvert ár og að þessu sinni er það haldið í Brunnadern, Sviss, dagana 3.- 9.ágúst. Þriðjudaginn 21. júlí kl.16:00 í verslun Líflands að Lynghálsi 3 verður íslenska landsliðið í hestaíþróttum tilkynnt. Heimsmeistarmót íslenska hestsins er að venju beðið með mikilli eftirvæntingu en það er haldið annaðhvert ár og að þessu sinni er það haldið í Brunnadern, Sviss, dagana 3.- 9.ágúst. Íslenska landsliðið skipa 19 einstaklingar, þar af eru 3 ungmenni.

Ísland hefur á að skipa hvorki meira né minna en fjórum heimsmeisturum sem allir mæta til leiks, nú tveimur árum síðar og eru staðráðnir í því að verja titla sína.

Spennandi verður að fylgjast með nýjum landsliðseinvaldi, Einari Öder Magnússyni, við stjórnvöllinn, en hann tekur við af Sigurði Sæmundssyni sem stýrt hefur landsliðinu undanfarin ár með góðum árangri. Einar Öder er hestamönnum að góðu kunnur, margreyndur keppnismaður og reiðkennari.

Síðastliðna helgi, 16-18. júlí, fór fram Íslandsmót fullorðinna á Akureyri þar sem síðasta tækifæri var fyrir knapa og hesta til að sanna sig fyrir landsliðseinvaldinum og tryggja sér þar af leiðandi sæti í íslenska landsliðinu.

Spennandi verður að sjá hverja landsliðseinvaldurinn velur en það mun koma í ljós á þriðjudaginn 21.júlí í verslun Líflands kl.16:00.

Vonumst til að sjá sem flesta,
Landssamband hestamannafélaga.