Landslið Íslands: opinn fundur

15.06.2013
Opinn fundur landsliðsnefndar LH og liðsstjóra landsliðs Íslands í hestaíþróttum verður haldinn þriðjudaginn 18. júní kl. 17:00 í húsakynnum Ásbjörns Ólafssonar Köllunarklettsvegi 6 í Reykjavík.

Opinn fundur landsliðsnefndar LH og liðsstjóra landsliðs Íslands í hestaíþróttum verður haldinn þriðjudaginn 18. júní kl. 17:00 í húsakynnum Ásbjörns Ólafssonar  Köllunarklettsvegi  6 í Reykjavík. 

Þar munu tveir reynsluboltar flytja erindi og fyrstan skal kynna fyrrum landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í handknattleik, Guðmund Guðmundsson þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen. Hann flytur erindi um uppbyggingu liðsheildar og markmiðasetningu. 

Það er svo Sigurður Sæmundsson fyrrum liðsstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem flytur erindið "Leiðin að gullinu". Þessir kappar búa yfir mikilli reynslu á sínu sviði og hafa náð gríðarlega góðum árangri í gegnum tíðina. Það er því mikill fengur í því að fá að hlusta á þá miðla reynslu sinni til okkar hestamanna. 

Vakin er sérstök athygli á því að þessi fundur er opinn öllum unnendum íslenska hestsins og áhugsamir eru boðnir velkomnir í húsakynni Ásbjörns Ólafssonar sem er samstarfsaðili íslenska landsliðsins og er meðal annars með hinar þekktu Kerckhaert skeifur. 

Landsliðsnefnd LH