Landsliðið á HM í Berlín

11.07.2013
Landslið Íslands í hestaíþróttum mun halda út til Þýskalands í byrjun ágúst til að taka þar þátt í heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín. Mótið hefst 4. ágúst og stendur til þess 11.

Landslið Íslands í hestaíþróttum mun halda út til Þýskalands í byrjun ágúst til að taka þar þátt í heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín. Mótið hefst 4. ágúst og stendur til þess 11. 

HM er veisla í Íslandshestaheiminum eins og í öðrum íþróttagreinum.

Lið Íslands er næstum fullskipað, þ.e. aðeins eitt sæti á eftir að fylla og mun koma í ljós um helgina, eftir Íslandsmót, danska og þýska meistaramótið hvaða knapi og hestur muni skipa það sæti. 

Liðið verður samtals skipað 21 knapa, þar af 3 titilverjandi heimsmeisturum, 7 fullorðnum knöpum, 5 ungmennum og 5 kynbótaknöpum (1 knapinn með tvö hross). 

Landssamband hestamannafélaga er afar stolt af liðinu, sem hefur á að skipa reyndum og sterkum knöpum og hestum, enda vænst mikils af liðinu á þýskri grundu í ágúst. 

 

Liðið er þannig skipað:

Fullorðnir
Jóhann Rúnar Skúlason og Hnokki frá Fellskoti – heimsmeistari 2011 – T1, V1
Bergþór Eggertsson og Lótus van Aldenghoor – heimsmeistari frá 2011 – 250m, 100m, gæðingaskeið
Eyjólfur Þorsteinsson – heimsmeistari frá 2011 – 250m, 100m, gæðingaskeið
Jakob Svavar Sigurðsson – Alur frá Lundum II – F1, T2, 250m, 100m, gæðingaskeið
Viðar Ingólfsson – Hrannar frá Skyggni – T2, V1
Hinrik Bragason – Smyrill frá Hrísum – T1, V1
Guðlaug Marín Guðnadóttir – Toppur frá Skarði – 250m, 100m, gæðingaskeið
Sigursteinn Sumarliðason – Skuggi frá Hofi I – F1, T2, 250m, 100m, gæðingaskeið
Daníel Jónsson – Oliver frá Kvistum – F1, T2, 250m, 100m, gæðingaskeið

Ungmenni
Arnar Bjarki Sigurðarson – Arnar frá Blesastöðum 1A - F1, T2, 250m, 100m, gæðingaskeið
Arna Ýr Guðnadóttir – Þróttur frá Fróni – T1, V1
Flosi Ólafsson – Möller frá Blesastöðum 1A – T1, V1
Konráð Valur Sveinsson – Þórdís frá Lækjarbotnum – 250m, 100m, gæðingaskeið
Gústaf Ásgeir Hinriksson – Björk frá Enni – T2, V1

Knapar kynbótahrossa
Sigurður Vignir Matthíasson – Vakning frá Hófgerði – 5v hryssur
Guðmundur Fr. Björgvinsson – Desert frá Litlalandi – 5v stóðhestar
Guðmundur Fr. Björgvinsson – Fura frá Hellu – 6v hryssur
Þórður Þorgeirsson – Gígur frá Brautarholti – 6v stóðhestar
Elías Árnason – Salka frá Snjallsteinshöfða – 7v og eldri hryssur
Sigurður Óli Kristinsson – Feykir frá Háholti – 7v og eldri stóðhestar

Þjálfarar verða þau Sigurður Sæmundsson og Rúna Einarsdóttir. Aðstoðarmaður liðsstjóra og knapa verður Hugrún Jóhannsdóttir. 

Landsliðsnefnd LH