Landsliðið orðið fullskipað

15.07.2013
Karen Líndal og Týr á úrtöku/Gullmóti í júní.
Landslið Íslands í hestaíþróttum er nú orðið fullskipað. Við glæsilegan hóp knapa og hesta bætist Karen Líndal Marteinsdóttir og Týr frá Þverá II. Þau lentu í þriðja sæti í fjórgangi á nýafstöðnu Íslandsmóti í Borgarnesi og eru sannarlega vel að sætinu í landsliðinu komin.

Landslið Íslands í hestaíþróttum er nú orðið fullskipað. Við glæsilegan hóp knapa og hesta bætist Karen Líndal Marteinsdóttir og Týr frá Þverá II. Þau lentu í þriðja sæti í fjórgangi á nýafstöðnu Íslandsmóti í Borgarnesi og eru sannarlega vel að sætinu í landsliðinu komin.

Karen er reyndur tamningamaður og þjálfari að Vestri-Leirárgörðum og Týr er 8 vetra gamall stóðhestur undan Hágangi frá Narfastöðum og Þernu frá Djúpadal. Þau Týr eru magnað par sem hafa átt stígandi keppnisferil síðustu fjögur árin.
Til hamingju Karen!

Liðsstjórinn Hafliði Halldórsson tilkynnir einnig varaknapa sem staðsettur er í Þýskalandi. Það er Haukur Tryggvason með Hettu frá Ketilsstöðum, sem mun verða varapar landsliðsins og til taks ef eitthvað kemur uppá. Haukur hefur starfað og búið í Þýskalandi um árabil, áður verið í landsliði Íslands í hestaíþróttum og ávallt í fremstu röð knapa á íslenskum hestum á þýskri grundu. Um helgina varð hann einmitt þýskur meistari í fimmgangi á Hettu. 
Til hamingju með það Haukur!

Liðið fullskipað er þannig:

Fullorðnir
Jóhann Rúnar Skúlason og Hnokki frá Fellskoti – heimsmeistari 2011 – T1, V1
Bergþór Eggertsson og Lótus van Aldenghoor – heimsmeistari frá 2011 – 250m, 100m, gæðingaskeið
Eyjólfur Þorsteinsson – heimsmeistari frá 2011 – 250m, 100m, gæðingaskeið
Jakob Svavar Sigurðsson – Alur frá Lundum II – F1, T2, 250m, 100m, gæðingaskeið
Viðar Ingólfsson – Hrannar frá Skyggni – T2, V1
Hinrik Bragason – Smyrill frá Hrísum – T1, V1
Guðlaug Marín Guðnadóttir – Toppur frá Skarði – 250m, 100m, gæðingaskeið
Sigursteinn Sumarliðason – Skuggi frá Hofi I – F1, T2, 250m, 100m, gæðingaskeið
Daníel Jónsson – Oliver frá Kvistum – F1, T2, 250m, 100m, gæðingaskeið
Karen Líndal Marteinsdóttir – Týr frá Þverá II – V1, T1

Ungmenni
Arnar Bjarki Sigurðarson – Arnar frá Blesastöðum 1A - F1, T2, 250m, 100m, gæðingaskeið
Arna Ýr Guðnadóttir – Þróttur frá Fróni – T1, V1
Flosi Ólafsson – Möller frá Blesastöðum 1A – T1, V1
Konráð Valur Sveinsson – Þórdís frá Lækjarbotnum – 250m, 100m, gæðingaskeið
Gústaf Ásgeir Hinriksson – Björk frá Enni – T2, V1

Knapar kynbótahrossa
Sigurður Vignir Matthíasson– Vakning frá Hófgerði – 5v hryssur
Guðmundur Fr. Björgvinsson – Desert frá Litlalandi – 5v stóðhestar
Guðmundur Fr. Björgvinsson – Fura frá Hellu – 6v hryssur
Þórður Þorgeirsson – Gígur frá Brautarholti – 6v stóðhestar
Elías Árnason – Salka frá Snjallsteinshöfða – 7v og eldri hryssur
Sigurður Óli Kristinsson – Feykir frá Háholti – 7v og eldri stóðhestar

Varaknapar
Birgitta Bjarnadóttir – Blika frá Hjallanesi – ungmenni (varaknapi fram að brottfor hrossa frá Íslandi)
Haukur Tryggvason – Hetta frá Ketilsstöðum - varaknapi


Landsliðsnefnd LH