Landsliðið stóðst allar kröfur fagaðila

23.07.2009
Það var glatt á hjalla á Grænhóli á Suðurlandinu í dag hjá þeim Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur en þangað var íslenska landsliðið mætt ásamt hestakosti sínum, einvaldi, liðsstjórum og liðsmönnum landsliðsnefndar.  Það var glatt á hjalla á Grænhóli á Suðurlandinu í dag hjá þeim Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur en þangað var íslenska landsliðið mætt ásamt hestakosti sínum, einvaldi, liðsstjórum og liðsmönnum landsliðsnefndar. 
Á Grænhóli fór fram dýralæknaskoðun á hrossum og einnig voru járningar grannt skoðaðar. Allur búnaður landsliðsins var jafnframt yfirfarinn.  Þessi dagur er ávallt stór stund fyrir íslenska landsliðið og er skemmst frá því að segja að bæði hross og búnaður stóðst allar kröfur fagaðila. Útflutningspappírar hafa verið gefnir út og við óskum íslenska landsliðinu heilla með það að nú er fyrsti farmur af búnaði á leið suður á Keflavíkurflugvöll.