Landsliðseinvaldur tilkynnti landsliðið í dag

21.07.2009
Íslenska landsliðið 2009. Ljósmyndari Axel Jón Birgisson.
Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur hefur tilkynnt landslið Íslands í hestaíþróttum sem keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss dagana 3.-9. ágúst. Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur hefur tilkynnt landslið Íslands í hestaíþróttum sem keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss dagana 3.-9. ágúst. Liðið er skipað 19 einstaklingum og þar af eru 4 núverandi heimsmeistarar sem öðlast sjálfkrafa keppnisrétt og eiga þar með tækifæri á að verja titla sína.

Liðið er þannig skipað:
Íþróttaknapar
Jóhann Skúlason, núverandi heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum, keppir á Hvini frá Holtsmúla.
Bergþór Eggertsson, núverandi heimsmeistari í 250m skeiði og fljúgandi skeiði 100m, keppir á Lótusi frá Aldenghoor.
Þórarinn Eymundsson, núverandi heimsmeistari í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum, keppir á Krafti frá Bringu.
Sigursteinn Sumarliðason, núverandi heimsmeistari í gæðingaskeiði, keppir á skeiðhryssunni Ester frá Hólum.
Snorri Dal keppir á Oddi frá Hvolsvelli.
Daníel Jónsson keppir á Tóni frá Ólafsbergi.
Þorvaldur Árni Þorvaldsson keppir á Mola frá Vindási.
Sigurður Sigurðarson keppir á Herði frá Eskiholti.
Erlingur Ingvarsson keppir á Mætti frá Torfunesi.
Haukur Tryggvason keppir á Baltasar from Freyelhof.
Rúna Einarsdóttir-Zingsheim keppir Frey vom Nordsternhof.
Linda Rún Pétursdóttir keppir á Erni frá Arnarsstöðum.
Valdimar Bergstað keppir á Orion frá Lækjarbotnum.
Teitur Árnason keppir á Glað frá Brattholti.


Kynbótaknapar
Tryggvi Björnsson sýnir Grástein frá Brekku í kynbótadómi í flokki 7v og eldri stóðhesta.
Þórður Þorgeirsson sýnir Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki 6v. stóðhesta.
Guðmundur Björgvinsson sýnir Sæfara frá Hákoti í kynbótadómi í flokki 5v. stóðhesta.
Gunnar Hafdal sýnir Þrumu frá Glæsibæ 2 í kynbótadómi í flokki 7v og eldri hryssna.
Jóhann Skúlason sýnir Gerplu frá Blesastöðum 1a í kynbótadómi í flokki 6v hryssna.
Erlingur Erlingsson sýnir Stakkavík frá Feti í kynbótadómi í flokki 5v hryssna.

Landsliðseinvaldi til að aðstoðar eru þeir Anton Páll Níelsson og Sigurður Vignir Matthíasson. Dýralæknir íslenska landsliðsins er Susanne Braun.

Líkt og landsliðseinvaldur greindi frá í dag er hann kynnti liðið er hér um að ræða gríðarsterka og keppnisreynda einstaklinga sem mikils er vænst af.

Landssamband hestamannafélaga og íslenska landsliðið þakkar styrktaraðilum sínum kærlega fyrir stuðninginn en þeir eru: LÍFLAND, TOYOTA, HERTZ, VÍS, LANDSBANKINN, ICELANDAIR, ICELANDAIR CARGO OG MUSTAD.