Landsliðshappdrætti - Krákur frá Blesastöðum 1A

30.03.2011
Krákur frá Blesastöðum 1A
Happdrættisvinningur Ístöltsins „Þeir allra sterkustu“ er að þessu sinni folatollur undir einn vinsælasta stóðhest Íslands, gæðinginn Krák frá Blesastöðum 1A. Gefendur folatollsins er Kráksfélagið ehf. Happdrættisvinningur Ístöltsins „Þeir allra sterkustu“ er að þessu sinni folatollur undir einn vinsælasta stóðhest Íslands, gæðinginn Krák frá Blesastöðum 1A. Gefendur folatollsins er Kráksfélagið ehf. Krákur er undan Töfra frá Kjartansstöðum og Bryðju frá Húsatóftum. Krákur hlaut í kynbótadómi aðeins fjögurra vetra gamall einkunnina 9,5 fyrir tölt og einkunnina 9,0 fyrir stökk, hægt tölt, fegurð í reið og vilja og geðslag. Það er því ekki að undra að Krákur er gríðarlega vinsæll stóðhestur sem alla tíð hefur verið mikil ásókn í þó ungur sé. 

Allur ágóði af sölu happdrættismiða rennur til styrktar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Happdrættismiðinn kostar eingöngu 1000kr.

Forsala happdrættismiða fer fram í verslun Líflands að Lynghálsi. Einnig munu knapar í Úrvalshópi Landssambands hestamannafélaga selja miða á Ístöltinu á laugardaginn.