Landsmót hestamannafélaga í Reykjavík 2012

05.03.2010
Talið frá vinstri: Sigurður Ævarsson, Haraldur Þórarinsson, Kjartan Magnússon og Bjarni Finnsson.
Hestamannafélagið Fákur og Landssamband hestamannafélaga undirrituðu í dag samstarfssamning um að Landsmót hestamanna árið 2012 verði haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík.  Landsmót eru haldin á tveggja ára fresti og verður landsmót haldið  í Reykjavík dagana 24. júni til 1. júlí 2012 á 90 ára afmæli Hestamannafélagsins Fáks. Hestamannafélagið Fákur og Landssamband hestamannafélaga undirrituðu í dag samstarfssamning um að Landsmót hestamanna árið 2012 verði haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík.  Landsmót eru haldin á tveggja ára fresti og verður landsmót haldið  í Reykjavík dagana 24. júni til 1. júlí 2012 á 90 ára afmæli Hestamannafélagsins Fáks. Landsmót draga að sér mikinn fjölda innlendra sem erlendra gesta og á síðasta Landsmóti voru um 14.000 gestir og 1.100 hross skráð til leiks svo það má búast við mikilli hátíð, því íslenski hesturinn skipar stóran sess í hjörtum margra.  Ætla má að tíundi hver Íslendingur stundi hestamennsku með reglubundnum hætti og fimmti hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer á hestbak. 
Hestamannafélagið Fákur og Landsmót ehf munu hefja undirbúning að mótinu á vordögum og stefna á að halda glæsilegt Landsmót fyrir hestamenn og gesti.