Landsmótsnefnd á Höfn

02.09.2011
Hinrik Bragason og Ómur frá Kvistum á LM2011. Mynd: Gígja
Fyrsti fundur landsmótsnefndar verður á Stekkhól á Höfn í Hornafirði í kvöld föstudagskvöldið 2. september kl. 20:00. Fyrsti fundur landsmótsnefndar verður á Stekkhól á Höfn í Hornafirði í kvöld föstudagskvöldið 2. september kl. 20:00.
Eins og fram hefur komið er landsmótsnefnd að hefja fundaherferð um landið til kynningar á skýrslu sem byggir á niðurstöðum nefndarmanna um málefni landsmóta.

Annar fundurinn verður á Gistihúsinu á Egilsstöðum kl. 11:00 laugardaginn 3. september og þriðji fundurinn í Top Reiter höllinni á Akureyri kl. 16:00 sama dag, 3. september.

Landsmótsnefnd og stjórn LH hvetur alla hestamenn til að að sækja fundina, koma sjónarmiðum sínum á framfæri og taka þátt í skemmtilegum umræðum um landsmót framtíðarinnar.