Landsmótsumræður á Formannafundi

13.11.2009
Jóna Fanney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri LM2010.
Á Formannafundinum, sem haldin var þann 6. nóv. síðastliðinn, var mikið rætt um komandi Landsmót. Birgir Leó Ólafsson, formaður mannvirkjanefndar kynnti skýrslu nefndarinnar og greindi  frá úttektum á hugsanlegum Landsmótssvæðum.  Þær umsóknir sem til meðferðar eru fyrir Landsmót 2012 eru Fákur (Víðdalur) og Gaddstaðaflatir við Hellu og Landsmótsárið 2014 sækja fulltrúar Akureyrar, Gaddstaðaflata, Melgerðismela og Vindheimamela um. Á Formannafundinum, sem haldin var þann 6. nóv. síðastliðinn, var mikið rætt um komandi Landsmót. Birgir Leó Ólafsson, formaður mannvirkjanefndar kynnti skýrslu nefndarinnar og greindi  frá úttektum á hugsanlegum Landsmótssvæðum.  Þær umsóknir sem til meðferðar eru fyrir Landsmót 2012 eru Fákur (Víðdalur) og Gaddstaðaflatir við Hellu og Landsmótsárið 2014 sækja fulltrúar Akureyrar, Gaddstaðaflata, Melgerðismela og Vindheimamela um. Jóna Fanney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Landsmóts ehf. greindi frá undirbúningsvinnu sem nú er komin á fullt og störfum framkvæmdanefndar Landsmóts ehf. Greindi hún m.a. frá því að til stæði að bjóða félagsmönnum LH og BÍ góð afsláttarkjör á aðgöngumiðum Landsmóts. Verið væri að vinna í forritun netmiðasölu og stefnt væri að því að netmiðasala hæfist í janúar 2010.  Benti hún jafnframt á að forsala aðgöngumiða á Landsmót myndi standa til 1. maí 2010 og þá væru miðar 25% ódýrari fram að þeim tíma.  Jóna Fanney ítrekaði jafnframt þá stefnu framkvæmdanefndar að Landsmót væri fjölskylduhátíð hestamanna og að mikill vilji væri til þess að fjölga hestatengdum atriðum í kvölddagskrá. Greinilega mátti merkja að fundarmenn tóku vel undir þau sjónarmið.

Sigurður Ævarsson greindi frá að eftir Landsmót 2008 hafi komið fram töluverð gagnrýni um of þétta dagskrá og því hafi verið ákveðið að endurskoða dagskránna vel og sérstakur starfshópur hafi verið settur í málið. Að tillögu starfshópsins er uppi  sú hugmynd að bæta einum degi framan við Landsmót, að sunndagur verði upphafsdagur mótsins og þá myndi forkeppni  barna og unglinga fara fram. Upphafsdagurinn yrði þá einskonar Æskulýðsdagur þar sem börnum og unglingum yrði gert hátt undir höfði.

Hjörný Snorradóttir kynnti hluta af niðurstöðum úr rannsókn sem hún vinnur að fyrir meistararitgerð í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að leggja grunn að heildarstefnu Landsmóts með hagsmuni keppenda og áhorfenda, innlenda sem erlenda að leiðarljósi. Meðal annars er verið að velta upp spurningum um hlutverk og markmið Landsmóts, aðbúnað og þjónustu. Hjörný ætlar sér að ljúka ritgerðinni í janúar og eru þá heildarniðurstöður úr rannsókninni væntanlegar.  Margt athyglisvert kom fram í erindi Hjörnýjar og fögnuðu fundarmenn þessu verkefni hennar.  Ljóst er að mótshaldarar Landsmóts geta nýtt sér ýmislegt úr niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar.

Undirbúningur fyrir Landsmót kominn á fullt skrið og spennandi Landsmótsár framundan.