Landsmótsúrtaka á Vesturlandi

02.06.2016
Siggi Sig og Arna frá Skipaskaga.

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12. júní, næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi. Keppni hefst báða dagana kl. 10:00.

Keppt verður í eftiröldum greinum:
A flokki gæðinga – B flokki gæðinga – Barnaflokki – Unglingaflokki – Ungmennaflokki.

Athugið sérstaklega að fyrri og seinni umferð verða keyrð eins og sitthvort mótið sitt hvorn daginn, 11. og 12. júní. Það þarf að skrá sig á annað eða bæði mótin óháð hinu og skráningarfrestur rennur út samtímis fyrir bæði mótin. Sem sagt, það er ekki hægt að sjá til hvernig gengur í fyrri umferð og ákveða þá hvort maður skráir sig i seinni umferðina. Einungis er um forkeppni að ræða, ekki riðin úrslit.

Fyrri daginn verður röð keppnisgreina þessi: Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, B-flokkur og A-flokkur
Seinni daginn verður röð keppnisgreina þessi: A-flokkur, B-flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur.

Skráning fer fram með skráningakerfinu á Sportfeng, slóðin inn á skráningakerfið er: http://skraning.sportfengur.com/ Þar er fyrst valið Mót í valmynd og á skráningasíðunni þar sem stendur Veldu hestamannafélag sem heldur mót er valið Glaður. Svo er fyllt í upplýsingar um knapa og hest og þar sem velja á atburð er valið annað hvort eða bæði:
Landsmótsúrtaka á Vesturlandi – Fyrri umferð IS2016GLA114
Landsmótsúrtaka á Vesturlandi – Seinni umferð IS2016GLA115

Næst er að velja keppnisgrein og svo smella á Setja í körfu. Að því loknu þarf að fara inn í Vörukörfuna og klára allt ferlið þar, í lokin fást þá upplýsingar um bankareikning sem greiðsla þarf að berast inn á. Það er mikilvægt að klára allt ferlið! Hægt er að hafa samband við Þórð í síma 893-1125 eða thoing@centrum.is ef vandræði koma upp við skráningu.

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 23:59 miðvikudaginn 8. júní næstkomandi og skráningagjöld þarf að greiða innan sama tímafrests.

Skráningargjöld eru: Kr. 4.000,- á hvern hest, fyrir skráningu í A og B flokk
Skráningargjöld eru: Kr. 2.000,- fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk.

Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. stíu kr. 2.000.-. Pantanir á stíum hjá Reyni, í síma: 860 9014, eða á netfanginu: reynir@loftorka.is

Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 báða dagana.
Nánari tímasetningar, rásraðir og allar frekari upplýsingar um mótið verða birtar á sérstakri facebooksíðu úrtökumótsins https://www.facebook.com/vesturlandsurtaka2016

Vellirnir verði opnir, til æfinga, dagana fyrir mót í samráði við Stefán Loga, formann Skugga.

Nánari upplýsingar um mótið gefa mótstjórar; Ásdís Sigurðardóttir, í síma: 845 8828, Ása Hólmarsdóttir, í síma: 663-4574 og formaður Skugga, Stefán Logi, í síma: 617-5310.