Landssamband hestamannafélaga fordæmir illa meðferð á dýrum

14.02.2025

Landssamband Hestamannafélaga fordæmir illa meðferð á hrossum og dýraníð af öllu tagi.

Slæm meðferð við meðhöndlun hrossa er með öllu ólíðandi og ber að taka föstum tökum.

Það er hagsmunamál allra hestamanna að velferð hestsins sé ávallt höfð í forgrunni við alla meðhöndlun og við ástundun hestamennsku.