Laufskálaréttir 2009

21.09.2009
mynd: www.feykir.is
Velkomin í drottningu stóðrétta landsins, Laufskálarétt 2009, 25. - 26.september. Dagskrá hefst föstudaginn 25.september: Velkomin í drottningu stóðrétta landsins, Laufskálarétt 2009, 25. - 26.september. Dagskrá hefst föstudaginn 25.september: Föstudagur 25. september
Hestar og skagfirsk gleði
Reiðhöllin Svaðastaðir kl. 21:00
- Æsispennandi skeiðkeppni þeirra allra fljótustu. Glæsileg verðlaun.
- Fjöldasöngur að skagfirskum sið undir stjórn hljómsveitarinnar Von.
- ABBA-show að hætti Skagfirðinga.
- Hljómsveitin Fúsaleg helgi spilar.
- Hver er besti smalinn?
 
Miðaverð 2500. Forsala aðgöngumiða á N1 á Sauðárkróki. Takmarkað miðaframboð.
 
Laugardagur 26. september
Laufskálarétt í Hjaltadal
- Stóðið rekið úr Kolbeinsdal til Laufskálaréttar uppúr kl. 11:30.
- Réttarstörf hefjast kl. 13:00.
 
Ath. Þátttakendur við stóðrekstur úr Kolbeinsdal vinsamlegast mæti við Laufskálarétt eða við hesthúsið Ástungu kl. 10:00 (laugardagsmorgun). Rekstarstjóri er Eysteinn Steingrímsson, s 898 6648.
 
Höfum gleðina í fyrirrúmi en hóflega notkun áfengis.
 
Laufskálaréttardansleikur
Reiðhöllin Svaðastaðir kl 23:00. Dansleikur með hljómsveitinni Von, gestasöngvarar eru Helgi Björnsson og Sigga Beinteins.
 
Miðaverð 3000. Aldurstakmark 16 ár. Athugið! Engin bjórsala.
Forsala aðgöngumiða á Sauðárkróki fyrir bæði kvöldin á N1.