Laugardagurinn 31.mars

31.03.2012
Mynd Dalli.is
Í dag laugardag verður margt að gerast á Hestadögum í Reykjavík.  Frá kl 10:00 verður dagskrá í ráðhúsi Reykjavíkur og stendur til hún til kl 16:00 Í dag laugardag verður margt að gerast á Hestadögum í Reykjavík.  Frá kl 10:00 verður dagskrá í ráðhúsi Reykjavíkur og stendur til hún til kl 16:00 Skrúðreið um miðborgina leggur á stað kl 13:00 frá Tanngarði, sjá má leiðarlýsingu á www.hestadagar.is

Dagurinn endar svo á glæsiveislunni "Þeir Allra sterkustu" á skautasvellinu í Laugardal þar sem flottustu töltarar landsins munu etja kappi. 
Miðasala er opnar kl 18:30 og nýjustu upplýsingar segja að takmarkað magn sé eftir af miðum. 
Veislan hefst kl 20:00 og mun standa fram eftir kvöldi þar sem stóðhestar verða kynntir og einnig verða happdrættismiðar seldir þar sem vinningshafi mun vinna folatoll undir glæsistóðhestinn Álf frá Selfossi.

Ágætu hestamenn, tökum daginn frá.