LBHÍ

26.09.2008
Frá Endurmenntun LbhÍ: Búið er að opna fyrir skráningar á eftirfarandi námskeið!Frá Endurmenntun LbhÍ: Búið er að opna fyrir skráningar á eftirfarandi námskeið!

Samspil manns og hests, með Alexandertækni

 

Alexandertæknin er vel þekkt meðal leikara og söngvara til að leiðrétta ranga líkamsbeitingu og gera nemendur meðvitaða um líkamsstöðu sína. Tæknin miðar að því að losa um neikvæða spennu í líkamanum og er auðveld aðferð til að bæta hreyfingar, jafnvægi og samhæfni. Grunnatriði hennar nýtast einnig til að leiðrétta ásetu og líkamsburði knapans. Með tækninni er leitast við að leiðrétta slæma ávana sem knapinn hefur tamið sér og jafnframt  er unnið að því að leiðrétta óvana sem hesturinn hefur vanist á.  Galla eins og skort á einbeitingu, stefnuleysi, misskilið taumhald, rangan höfuðburð, slæmt jafnvægi og/eða gangleysi má lagfæra með Alexanderstækni. 

 

Kennsla: Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari.

 

Hámarksfjöldi: 10 manns

Tími: Helgarnámskeið 24.-26. október.

§  fös. 24. okt.  Kl 15:00-19:00, laug 25. okt. Kl 09:00-17:00, sun 26. okt. Kl 09:00-16:00 (22 kennslust.).

Staður: Mið-Fossar í Borgarfirði

Verð: 36.000 kr.

Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is eða í síma 843 5302 / 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is.

 

Tamning fjárhunda I


Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja læra undirstöðuatriði við tamningu fjárhunda. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er 10 og lágmarksaldur hunda er 6 mánaða.
Þátttakendur vinna með eigin hund á námskeiðinu. Kennsla er að mestu verkleg en að auki eru haldnir fyrirlestrar um notkun fjárhunda. Námskeiðið nýtist eigendum Landamæra-Collie (Border-Collie) hunda best en eigendur annarra hunda geta einnig haft gagn af námskeiðinu. Hundar sem koma á námskeiðið skulu vera bólusettir við smáveirusótt (smitsjúkdómur) og skal bólusetningin ekki vera eldri en 2 ára og ekki yngri en 10 daga. Hugsanleg smithætta er á ábyrgð hundaeigenda. Hundar skulu einnig vera ormahreinsaðir og skal sú hreinsun ekki vera eldri en 12 mánaða.
Umsjón og kennsla: Gunnar Einarsson bóndi á Daðastöðum.

Tími : 2 dagar.

§  Námskeið I. mið., 15. okt. 10:00-18:00 og fim. 16. okt., kl 09:00-17:00 (20 kennslustundir) á Hesti í Borgarfirði. 

§  Námskeið II.  Fös. 17. okt 17. okt. 10:00-18:00 og lau 18. okt., kl 09:00-17:00 (20 kennslustundir) að Hurðabaki í Árnessýslu.

§  Námskeið III. Mán. 20. okt. 10:00-18:00 og þri. 21. okt., kl 09:00-17:00 (20 kennslustundir) á Grýtubakka I í Höfðahverfi - Eyjafirði.


Verð : 28.900 kr. per þátttakanda.

Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is eða í síma 843 5302 / 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5.900 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Minnum á starfsmenntasjóð bænda (www.bondi.is)