Leiðin að gullinu

06.12.2022
Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli eru Íslandsmeistarar í fimmgangi. Mynd Bert Collet

Leiðin að gullinu

Menntadagur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum

10 desember kl. 10:30-15:30 í TM reiðhöllinni í Víðidal

 Hvernig byggjum við upp og undirbúum fimmgangshestinn?

Missið ekki af frábæru tækifæri til þess að fræðast og fá innblástur frá okkar allra bestu knöpum.

Sýnikennslur verða í gangi yfir allann daginn um mismunandi efni, vegleg veitingasala og ýmiss varningur til sölu á staðnum til styrktar landsliðinu.

Meðal atriða er sýnikennsla þar sem skörungsknaparnir Eyrún Ýr Pálsdóttir og Sara Sigurbjörnsdóttir fjalla um þjálfun fimmgangshestsins, undirbúning og forsendur þess að ríða fimmgang á afreksstigi íþróttarinnar.

Fimmgangur er sannarlega flókin grein, þar sem öll smáatriði þurfa að passa í púslið svo verkefnið takist, og þær stöllur ætla að leyfa áhorfendum að skyggnast inn í þann heim sem uppbygging afrekshests í fimmgangi er.

Sara er ríkjandi Íslandsmeistari í fimmgangi á Flóka frá Oddhóli, og Eyrún Ýr kom sá og sigraði í A-flokki á gæðingamóti Fáks á liðnu tímabili á Leyni frá Garðshorni með frábærar einkunnir.

Það er spennandi að fá að sjá hvernig þær byggja upp, þjálfa og undirbúa alhliðahesta sína inn í nýtt tímabil.

 

Láttu þig ekki vanta,

Miðasala á www.lhhestar.is  og í verslun Líflands á Lynghálsi