Leiðtoganámskeið FEIF 18 – 26 ára.

11.11.2021
Mynd: Helga Björg Helgadóttir

Námskeið fyrir unga leiðtoga FEIF verður haldið 21. nóvmber 2021 og 1.-3. Apríl 2022 í Vín í Austurríki.

Námskeiðið í nóvember verður rafrænt á Zoom og í apríl verður viðburður haldinn í Vín í Austurríki.  
Æskulýðsnefnd FEIF býður árlega upp á  námskeið  fyrir 18- 26 ára.
Leiðtoganámskeið æskulýðsnefndar FEIF hafa verið haldinn í nokkur ár, þar á meðal á Íslandi, og hafa þótt takast einstaklega vel. Ungt fólk á þessum aldrei er hvatt til að skrá sig.
Námskeiðið í nóvember er fyrsti hluti námskeiðsins og er undirbúningur fyrir 3ja daga námskeiðið í Vín og er mælt með að mæta á báða viðburðina.
Efni námskeiðsins er stafræn tækni og hvers vegna er mikilvægt að nota stafræna tækni í hestaheiminum.
Fyrirlesarar eru Sigrid Brandstetter og Daniel Brandel. Þau verða með námskeið um persónuvernd á netinu og leiðtogafærni á stafrænum miðlum.
Viðburðurinn í apríl er bæði bóklegur og verklegur.

Umsóknarfrestur á rafræna viðburðinn er 15. nóvember 2021 og á viðburðinn í Vín er 25. Febrúar 2022.

Skráning er hjá Helgu Björg Helgadóttur helgabjhelga@gmail.com og veitir hún fleiri upplýsingar.