Leit hafin að gæðinga- dómurum

14.01.2009
Dómarfélag LH leitar nú að dómaraefnum á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög fáir starfandi gæðingadómarar eru á þessum svæðum, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, og þrír á Hornafirði.Dómarfélag LH leitar nú að dómaraefnum á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög fáir starfandi gæðingadómarar eru á þessum svæðum, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, og þrír á Hornafirði. Dómarfélag LH leitar nú að dómaraefnum á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög fáir starfandi gæðingadómarar eru á þessum svæðum, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, og þrír á Hornafirði.

„Það vantar tilfinnanlega fleiri dómara á þessi svæði,“ segir Ágúst Hafsteinssons, formaður Gæðingadómarafélags LH. „Það er kostnaðarsamt að ferðast á milli landshluta, til dæmis ef þrír til fimm dómarar fara frá Reykjavík og austur á Egilsstaði. Best væri að allir landshlutar væru sjálfbjarga með dómara. Vissulega er ekki alltaf vinsælt að dómarar dæmi á heimavelli. En Norð-Austur dómarar gætu dæmt á Austurlandi og öfugt.“

Það eru eingdregin tilmæli frá Dómarafélagi LH að hestamannafélögin á þessum svæðum hvetji og styrki einstaklinga til að fara á gæðingadómara námskeið og verða sér úti um réttindi.

Á myndinni er annar af tveimur gæðingadómurum á Akureyri, Örn Grant. Með honum á myndinni er Ann Winter íþróttadómari. Myndin er tekin á NM2008.