Léttis - fréttir

08.02.2011
Almennt reiðnámskeið með Sölva Sig. Reiðnámskeið verður með Sölva Sig. 19-20 febrúar. Kennt verður 2x25 mínútur hvorn dag. Skráning er á lettir@lettir.is  og lýkur skráningu 17. febrúar. Almennt reiðnámskeið með Sölva Sig. Reiðnámskeið verður með Sölva Sig. 19-20 febrúar. Kennt verður 2x25 mínútur hvorn dag. Skráning er á lettir@lettir.is  og lýkur skráningu 17. febrúar. A.T.H. aðeins 12 þátttakendur komast að. Námskeiðið kostar 19,000 kr. og er opið fyrir alla.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vetrarleikar Léttis 13. febrúar kl. 13:00       
Léttir tekur þátt í verkefninu éljagangur http://eljagangur.is/  að því tilefni ætlum við að endurvekja Vetrarleika Léttis og keppa á Leirutjörninni við Minjasafnið.
Keppt verður í A-flokki, B-flokki, 100m skeiði ásamt hryssum og stóðhestum. Skráning er á lettir@lettir.is og taka verður fram að verið er að skrá á Vetrarleikana, einnig þarf að koma fram nafn og kt. knapa, nafn og IS-númer hests. Hryssu og stóðhestaeigendur þurfa að skila inn upplýsingum um hesta sína ef þeir vilja láta kynna þá.Skráningagjald er 1000 kr. fyrir A – B flokk og skeið og greiðist inná 0302 - 26 - 15839, kennitala 430269-6749. Skráningu lýkur á hádegi laugardaginn 12. febrúar. Frítt er fyrir hryssur og stóðhesta.
A.T.H. að í dag er ísinn mjög góður en þó er hitaspá framundan og gætum við þurft að fella mótið niður, vinsamlega fylgist með á www.lettir.is