LH á Facebook

27.08.2013
Erlingur E. og Álfur frá Selfossi á Ístölti 2009.
Landssamband hestamannafélaga er komið með nýja Facebook síðu. Þar munu koma inn skemmtilegar myndir og smáfréttir úr starfi LH og hestamannafélaganna á Íslandi.

Landssamband hestamannafélaga er komið með nýja Facebook síðu. Þar munu koma inn skemmtilegar myndir og smáfréttir úr starfi LH og hestamannafélaganna á Íslandi. Hestamenn og aðrir áhugasamir um íslenska hestinn eru hvattir til að "líka við" síðuna og fylgjast með!

Eins og flestir þekkja er starfsemi og verkefni LH af ýmsum toga og/eða eins og segir í Lögum og reglum LH: Landssamband hestamannafélaga (LH), stofnað 1949, er æðsti aðili innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) um alla þætti hestaíþrótta og málefni þeim tengdum.

Verkefnin og markmiðin eru m.a. þessi:

  • Félögin í landinu - þjónusta og leiðbeining t.d. hvað varðar tölvukerfin Felix, Sportfeng og skráningarkerfi Sportfengs
  • Nefndir LH vinna öflugt starf hver á sínu sviði; æskulýðsmál, reiðvegamál, landsliðið, öryggismál, keppnismál o.fl
  • Mótahald
  • Erlend samskipti
  • Mótahald innanlands; Ístölt, Svellkaldar, Íslandsmót, Landsmót, WR mót
  • Mótahald erlendis; þátttaka í framkvæmd og skipulagi HM2015 ásamt hinum Norðurlöndunum
  • Mótaþátttaka erlendis; Norðurlandamót, heimsmeistaramót, TREC
  • Að hafa yfirumsjón og vinna að eflingu hestamennsku m.a. með fræðslu, útbreiðslu- og kynningarstarfsemi
  • Að vera málsvari hestamanna jafnt innanlands sem erlendis
  • Að eiga samstarf við önnur samtök er sinna hagsmunamálum hestamanna, svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngumála, ferðamála, landnýtingar og umhverfismála á vegum ríkis og sveitarfélaga
  • Að koma fram gagnvart opinberum aðilum
  • Að vinna að stofnun nýrra sérráða
  • Að setja nauðsynlegar reglur, löggilda dómara, ráðstafa landsmótum og staðfesta met
  • Að vera fulltrúi hestaíþrótta gagnvart erlendum aðilum og sjá um að reglur varðandi greinina séu í samræmi við alþjóðareglur þar sem það á við