LH félagi ársins - Sæmundur Ólafsson

22.11.2023

Stjórn LH óskaði eftir tilnefndingum frá hestamannafélögunum um félaga ársins ásamt rökstuðningi fyrir valinu. Nokkrar tilnefningar bárust sem félagsmenn höfðu síðan tækifæri til að kjósa á milli. Hlutskarpastur í kjörinu var Sæmundur Ólafsson í Fáki. 

Í tilnefningunni segir: ,,Sæmundur hefur í mörg ár staðið vaktina við alla helstu viðburði og mót í Fáki. Hann er ávallt boðinn og búinn til að aðstoða, hvort sem það er við undirbúning eða vinnu á viðburðunum sjálfum. Sæmundur er nefndarmaður í mótanefnd Fáks en sú nefnd heldur meðal annars Reykjavíkurmeistaramót sem er stærsti hestaviðburður í Íslandshestamennskunni þau ár sem ekki er Landsmót. Til marks um hans óeigingjarna og mikla starf má öruggt telja að yfirgnæfandi hluti knapa mótsins þekki til hans þar sem hann stendur vaktina á Reykjavíkurmeistaramóti frá morgni til kvölds. Sæmundur er öðrum félagsmönnum Fáks mikil fyrirmynd og án hans og annarra sjálfboðaliða Fáks gæti félagið ekki haldið mót og viðburði."

Stjórn LH óskar Sæmundi innilega til hamingju með nafnbótina.