LH tekur undir yfirlýsingu FEIF

26.11.2021

Landssamband hestamannafélaga tekur undir yfirlýsingu alþjóðasamtaka íslenska hestins, FEIF, og fordæmir slæma meðferð á hryssum við blóðtöku, styður ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (e. European Commission) um að stöðva innflutning og framleiðslu á PMSG og styður aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að stöðva blóðtöku úr hryssum á Íslandi.