Liðsandinn sterkur og liðið samheldið

30.07.2011
Hekla Katharína liðkar Gautrek frá Torfastöðum og sýnir honum völlinn.
Landsliðið Íslands í hestaíþróttum er nú við æfingar á mótssvæðinu í St. Radegund í Austurríki. Knaparnir komu allir á svæðið á fimmtudag eða fimmtudagskvöld og þá var fyrsti fundur liðstjóra með knöpum haldinn. Landsliðið Íslands í hestaíþróttum er nú við æfingar á mótssvæðinu í St. Radegund í Austurríki. Knaparnir komu allir á svæðið á fimmtudag eða fimmtudagskvöld og þá var fyrsti fundur liðstjóra með knöpum haldinn. Að loknum fundi fóru þeir knapar sem voru nýkomnir á svæðið að kíkja á hesta sína og hreyfa þá og kíkja á aðstæður á svæðinu.

Í gærmorgun var svo annar liðsfundurinn, þar sem liðstjórarnir Einar Öder Magnússon og Hafliði Halldórsson, Sigurbjörn Bárðarson, Sigurður Sæmundsson og Susanne Braun dýralæknir, héldu fyrirlestra og fóru almennt yfir ýmis mikilvæg atriði. Knapar fylgdust grannt með og voru tilbúnir að meðtaka allar þessar mikilvægu upplýsingar.

Í samtali við Odd Hafsteinsson í landsliðsnefnd, lítur mótssvæðið mjög vel út og verið er að leggja lokahönd á allt saman. Hann sagði jafnframt að öll hross og knapar væru í góðum gír og liðsandinn gríðarlega sterkur og liðið samheldið.

LHhestar fylgjast vel með gangi mála og birta myndir frá æfingum og fleiru á næstu dögum.