Líf og fjör í Húsasmiðjugarðinum

04.07.2008
Fjöldi barna hélt í Húsasmiðjugarðinn í dag og skemmti sér konunglega, enda er þar nóg við að vera í góða veðrinu. Þar er meðal annars búið að koma upp leiktækjum, trampólíni og fótboltamörkum. Boðið hefur verið upp á andlitsmálningu og mátti sjá mörg skrautleg andlit og lítil furðudýr á vappi á mótssvæðinu. Hestar voru að sjálfsögðu líka í aðalhlutverki.Fjöldi barna hélt í Húsasmiðjugarðinn í dag og skemmti sér konunglega, enda er þar nóg við að vera í góða veðrinu. Þar er meðal annars búið að koma upp leiktækjum, trampólíni og fótboltamörkum. Boðið hefur verið upp á andlitsmálningu og mátti sjá mörg skrautleg andlit og lítil furðudýr á vappi á mótssvæðinu. Hestar voru að sjálfsögðu líka í aðalhlutverki.

Fjöldi barna hélt í Húsasmiðjugarðinn í dag og skemmti sér konunglega, enda er þar nóg við að vera í góða veðrinu. Þar er meðal annars búið að koma upp leiktækjum, trampólíni og fótboltamörkum. Boðið hefur verið upp á andlitsmálningu og mátti sjá mörg skrautleg andlit og lítil furðudýr á vappi á mótssvæðinu.  Hestar voru að sjálfsögðu líka í aðalhlutverki og fengu börnin, sem það vildu,  að bregða sér á bak, auk þess kindur og lömb voru á svæðinu. Á morgun verður meðal annars keppt í Landsmótshreysti og söng með Jónsa. Hreystikeppnin hefst klukkan ellefu. Dagskrá Húsasmiðjugarðsins hangir víða.