Lífland áfram einn af stærstu styrktaraðilum LH

23.04.2025
Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar, Linda Björk Gunnlaugsdóttir formaður LH og Arnar Þórisson forstjóri Líflands undirrita samning

Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands en samningurinn gildir fram yfir heimsmeistarmót 2027.

Lífland hefur um árabil verið einn stærsti styrktaraðili landsliðsins og hefur samstarfið verið afar farsælt. 

LH hlakkar til áframhaldandi samstarfs og þakkar hjartanlega fyrir stuðninginn!