Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks

13.04.2009
Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 19.apríl. Skráning verður í Reiðhöllinni þriðjudaginn 14.apríl milli kl. 18 og 20. Einnig verður tekið við skráningum á sama tíma í síma 567 0100 og 897 4467. Eftir þennan tíma verður ekki tekið við skráningum. Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 19.apríl. Skráning verður í Reiðhöllinni þriðjudaginn 14.apríl milli kl. 18 og 20. Einnig verður tekið við skráningum á sama tíma í síma 567 0100 og 897 4467. Eftir þennan tíma verður ekki tekið við skráningum.

Skráningargjaldið er kr. 2.500 á grein og einungis er leyfilegt fyrir hvern knapa að skrá einn hest í hverja grein. Ekkert skráningargjald er fyrir polla.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollaflokki (1999 og síðar): tölt og tvígangur
Barnaflokki: tölt og fjórgangur
Unglingaflokki: tölt, fjórgangur og fimmgangur
Ungmennaflokki: tölt, fjórgangur og fimmgangur

Æskulýðsnefnd Fáks áskilur sér rétt til að fella niður einstaka greinar ef eki næst lágmarksþátttaka.

Ekki verður raðað í sæti í pollaflokki en allir pollar fá þátttökupening og verðlaun.