Líflegt vetrarstarf hjá Sörla

07.01.2009
Á laugardaginn kemur þann 10. janúar BÝÐUR Æskulýðsnefndin öllum Sörlabörnum og unglingum á skauta í Eglishöllinni. Safnast verður saman í bíla við Sörlastaði kl. 13.00 stundvíslega og áætlað er að vera á skautum í u.þ b. 1-2 tíma.Á laugardaginn kemur þann 10. janúar BÝÐUR Æskulýðsnefndin öllum Sörlabörnum og unglingum á skauta í Eglishöllinni. Safnast verður saman í bíla við Sörlastaði kl. 13.00 stundvíslega og áætlað er að vera á skautum í u.þ b. 1-2 tíma.Á laugardaginn kemur þann 10. janúar BÝÐUR Æskulýðsnefndin öllum Sörlabörnum og unglingum á skauta í Eglishöllinni. Safnast verður saman í bíla við Sörlastaði kl. 13.00 stundvíslega og áætlað er að vera á skautum í u.þ b. 1-2 tíma.

Foreldrar eru hvattir til að skella sér á skauta með krökkunum en þeir þurfa að borga fyrir sig 1000. kr á svellið og fyrir skautaleigu. Þetta er orðin árviss ferð hjá okkur og alltaf mikið fjör og tilvalið að hrista saman hópinn svona í upphafi vetrar. Æskulýðsnefndin verður með öl og snakk í boði á staðnum.

Fleira er á dagskránni hjá Sörla og má nefna fyrirlestur Hrafnhildar Blöndal um skynjun hesta og umgengni við þá. Fyrirlesturinn verður annað kvöld, fimmtudaginn 8. Janúar á Sörlastöðum klukkan 19.30. Hrafnhildur er nemi við Hólaskóla og hefur tileinkað sér aðferðir Montey Roberts og meðal annars aðstoðað við uppsetningu á sýningum hans erlendis.

Þá má nefna að Ragnheiður Þorvaldsdóttir verður með reiðnámskeið fyrir börn í Sörla nú í janúar og loka skráningardagur er 10. Janúar. Um er að ræða almenn reiðnámskeið fyrir börn frá 6-12 ára, eða eftir getu hvers og eins og Knapamerkisnámskeið 1.-5. stig, aldurstakmark er 12 ára á knapamerkjanámskeiðin.

Sjá meira á www.sorli.is