Lilja Pálmadóttir kaupir Kappa frá Kommu

03.11.2008
Hofstorfan ehf., félag Lilju Pálmadóttur á Hofi á Höfðaströnd, hefur keypt tvo þriðju hluta í stóðhestinum Kappa frá Kommu. Vilberg Jónsson og Vignir Sigurólason halda eftir einum þriðja hlut.Hofstorfan ehf., félag Lilju Pálmadóttur á Hofi á Höfðaströnd, hefur keypt tvo þriðju hluta í stóðhestinum Kappa frá Kommu. Vilberg Jónsson og Vignir Sigurólason halda eftir einum þriðja hlut.Hofstorfan ehf., félag Lilju Pálmadóttur á Hofi á Höfðaströnd, hefur keypt tvo þriðju hluta í stóðhestinum Kappa frá Kommu. Vilberg Jónsson og Vignir Sigurólason halda eftir einum þriðja hlut.

Í raun er um að ræða sölu á tveimur þriðju í hlutafélagi sem var stofnað um Kappa fyrr á árinu, sem ber nafn hestsins, Kappi ehf.. Vilberg Jónsson segir að verðið sé ekkert leyndarmál: „Það er upphæð sem við vonumst til að afkvæmin sanni síðar meir að hafi verið sanngjörn.“

Vilberg telur líklegt að hesturinn verði áfram í þjálfun hjá Mette Mannseth sem tamdi hestinn og sýndi síðastliðinn vetur og sumar. Það sé þó ekki frágengið, enda eigi Lilja meirihlutann í félaginu og ráði því alfarið hvað gert sé við hestinn. „Þetta er bara eins og í góðu hjónabandi, konan ræður að tveimur þriðju,“ segir Vilberg.