Limsfélagar leggja Dropanum lið

23.04.2013
Limsfélagar hafa lengi haft hug á að leggja góðu málefni lið. Tækifærið gafst þegar listamaðurinn Bjarni Þór frá Akranesi, gaf félaginu málverk af stóðhestinum Glym frá Leiðólfsstöðum.

Limsfélagar hafa lengi haft hug á að leggja góðu málefni lið. Tækifærið gafst þegar listamaðurinn Bjarni Þór frá Akranesi, gaf félaginu málverk af stóðhestinum Glym frá Leiðólfsstöðum. Málverkið var boðið upp á árlegum hátíðarkvöldverði, sem haldin var í ársbyrjun og slegið hæstbjóðanda, Þóri Haraldssyni á 180.000 kr. og rennur
upphæðin óskipt til Dropans.

Limsfélagið er gleðifélag hestamanna sem heldur utan um eignarhald á stóðhestinn Glym frá Leiðólfsstöðum og verðandi stjörnuna Glaum frá Geirmundarstöðum. www.limur.123.is <http://www.limur.123.is>

Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki hefur starfað síðan 1995. Höfuðmarkmið félagsins er að stuðla að velferð barna og unglinga sem hafa greinst með sykursýki, hvar sem þau búa á landinu. Stærsta verkefni Dropans er að bjóða upp á árlegar sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Læknar og hjúkrunarfræðingar frá göngudeild sykursjúkra á Barnaspítala Hringsins vinna að sumarbúðunum með Dropanum og starfa í þeim ásamt öðru frábæru starfsfólki. Sumarbúðirnar eru afar gagnlegar fyrir börnin og unglingana, þar læra þau hvert af öðru, deila sameignlegri reynslu, fá stuðning fagfólks, öðlast sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun síns sjúkdóms.

Undanfarið hefur Dropinn staðið í stórræðum við gerð fræðslumyndbanda sem eru öllum aðgengileg á netinu. Fjölskyldan, vinir, starfsfólk skóla og aðrir í nærumhverfi einstaklingsins þurfa ávallt að vera meðvituð um sjúkdóminn og rétt viðbrögð við ýmsu sem upp kann að koma. Í erli dagsins vilja ýmis mikilvæg atriði gleymast og því er gott að geta leitað sér upplýsinga á skjótan og þægilegan hátt.

Styrkurinn er því kærkominn og á eftir að nýtast félaginu vel á næstu vikum og mánuðum. www.dropinn.is <http://www.dropinn.is>

 

Mynd:

 

Glymur sjálfur, knapi er Bjarki Freyr Arngrímsson

 

Frá Dropanum:

Jón Sólmundarson, formaður

Arnar Freyr Jónsson

Björn Ólafsson, stjórnarmaður

Hekla Lind Björnsdóttir

 

Hæstbjóðandi og eigandi málverksins:

Þórir Haraldsson

 

Frá Limsfélaginu :

Sigurður Svavarsson, skemmtanastjóri

 

Á málverkinu halda þær:

Hekla Dröfn Sigurðardóttir og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir