Limsfélagið kynnir...

03.01.2012
Limsfélagið og hrossaræktardeild Fáks hefur vetrarstarfið 2012 af fullum krafti með árlegri hrossakjötsveislu í félgsheimili Fáks Laugardagskvöldið 7 janúar n.k. Limsfélagið og hrossaræktardeild Fáks hefur vetrarstarfið 2012 af fullum krafti með árlegri hrossakjötsveislu í félgsheimili Fáks Laugardagskvöldið 7 janúar n.k.

Dagskrá verður hefðbundin með ræktunarþema og mun hinn óviðjafnanlegi Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og hestaunnandi taka þátt og tala um hestamennsku í víðasta skilningi og léttum dúr eins og honum er einum lagið. Mun það áræðanlega blása nýjum krafti í hestamenn í upphafi nýs árs.  

Matseðill verður einfaldur enn umfram allt góður :

  • Saltað og reykt hrossakjöt með gamla laginu
  • Hrossabjúgu / kartöflustappa (mús)
  • Kartöflur og uppstúf
  • Rauðkál og grænar
Miðaverð    3.500  kr 

Miðapantanir skal senda á netfangið glymur@visir.is fyrir 5 janúar.

Nánari upplýsingar veitir Helgi  GSM 698-8370 og á www.limur.123.is