Límtré Vírnet styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

26.02.2019

Fyrirtækið Límtré Vírnet er komið í hóp styrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH og Andri Daði Aðalsteinsson, forstöðumaður sölu-og markaðssviðs Límtré Vírnets undirrituðu samstarfssamning til tveggja ára.

Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki og byggir starfsemin á margreyndum framleiðsluferlum. Fyrirtækið er með áratuga reynslu á framleiðslu og sölu á gæðavörum fyrir íslenskan byggingariðnað.

Þessi samningur er landsliðinu í hestaíþróttum afar mikilvægur enda er Heimsmeistaramót í Berlín í sumar. Landsliðsnefnd og stjórn LH eru þakklát fyrir stuðninginn.

Á myndinni eru Andri Daði Aðalsteinsson, forstöðumaður sölu-og markaðssviðs Límtré Vírnets og Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH.