Ljósmyndabók LH 2008

26.03.2009
Í bókinni eru yfir 160 ljósmyndir.
Landssamband hestamannafélaga hefur gefið út 112 síðna litprentaða ljósmyndabók með yfir 160 ljósmyndum. Myndirnar í bókinni er allar frá árinu 2008, flestar teknar af Jens Einarssyni, ljósmyndara og blaðamanni. Bróðurpartur myndanna er tekinn á LM2008 og NM2008, en einnig við önnur tækifæri. Landssamband hestamannafélaga hefur gefið út 112 síðna litprentaða ljósmyndabók með yfir 160 ljósmyndum. Myndirnar í bókinni er allar frá árinu 2008, flestar teknar af Jens Einarssyni, ljósmyndara og blaðamanni. Bróðurpartur myndanna er tekinn á LM2008 og NM2008, en einnig við önnur tækifæri.

Hér er um glæsilegan prentgrip að ræða. Sannkallað augnakonfekt fyrir hestafólk. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi og kostar hún 5900 krónur. Sérstakt verð til hestamannafélaga innan LH er 4500 krónur ef keyptar eru tíu bækur eða fleiri í pakka. Hægt er að kaupa bókina á skrifstofu LH eða panta í síma 514-4030.