LM hefur samtarf við NorthWest Adventures

02.10.2015

 

Landsmót hestamanna og ferðaskrifstofan Northwest Adventures hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu við væntanlega gesti Landsmóts á Hólum á næsta ári.

Í samningnum felst að NW Adventures tekur að sér að svara fyrirspurnum gesta og bóka gistingu á mótssvæðinu, ferðir til og frá mótssvæði og afþreyingarmöguleika í nágrenni þess.  NW Adventures hefur þegar hafið vinnu við að safna saman þeirri heimagistingu sem í boði verður í Skagafirði, auk þess mun fyrirtækið bjóða upp á tjöld og tjaldvagna sem gestir geta bókað og tjaldað verður á mótssvæðinu.

NW Adventures er ný ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig eins og nafnið gefur til kynna í ferðum um Norðurland vestra.  Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar er Anna Lilja Pétursdóttir sem er Landsmótsgestum að góðu kunn en hún starfaði um árabil við skipulagningu Landsmóta.

Það er von Landsmóts að með þessu fyrirkomulagi sé þjónusta við gesti er varðar gistingu og ferðir eins og best verður á kosið.  Heimasíða NW Adventures er http://www.northwestadventures.is

Þeim gestum sem kjósa að bóka sína gistingu og sínar ferðir sjálfir er bent á heimasíðuna

Miðasalan er í fullum gangi á landsmot.is og tix.is