LM2016 - Panta í síðasta lagi 17. júní

13.06.2016

Boðið er upp á hesthúspláss á mótssvæðinu á Hólum.  Fyrirkomulagið er þannig að kynbótahross ganga fyrir, því næst stóðhestar, þá keppnishross fyrir börn og unglinga og síðan önnur hross á meðan húsrúm leyfir. Beiðnir um hesthúspláss á mótssvæðinu á Hólum þurfa að berast Ingimari Ingimarssyni í netfangið iing@simnet.is. Forráðamenn kynbótahrossa þurfa að senda beiðnir um pláss í hesthúsinu á mótssvæðinu í síðasta lagi 17. júní. Eftir þann tíma verður plássunum úthlutað til þeirra sem næstir eru í röðinni.  

Fyrir hrossin er afmarkað beitarsvæði með tjaldsvæði fyrir eigendur skammt frá mótssvæðinu. Þar geta félögin fengið úthlutað svæði fyrir sína keppendur. Hólfin eru 8x15 m að stærð og eru hugsuð fyrir 2-3 hesta. Innifalið er gras/hey sem umsjónaraðili hests sækir eins og þurfa þykir. Í beiðni hvers félags þarf að koma fram fjöldi hólfa sem óskað er eftir sem og fjöldi hesta. Beitarhólf þessi verða eingöngu í boði í gegnum þessar skráningar, þ.e. í gegnum hestamannafélögin. Athugið að umsjónarmenn hesta þurfa sjálfir að koma með rafmagnsgirðingar og brynningarfötur fyrir vatn.

Formaður hvers félags sér um að panta beitarhólf og hesthús fyrir sína keppendur og þurfa beiðnir að berast í síðasta lagi 17. júní. Pantanir skulu berast til Ingimars Ingimarssonar á netfangið iing@simnet.is