Lokaskýrsla Landsmótsnefndar

25.03.2011
Landsmótsnefnd t.f.v. Sigrún Ólafsdóttir, Birgir Leó Ólafsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Stefán Haraldsson og Kristinn Guðnason.
Föstudaginn 18. mars 2011, skilaði nefnd sem skipuð var af  LH og BÍ á haustdögum, til að endurskoða alla umgjörð Landsmóts ehf., lokaskýrslu. Föstudaginn 18. mars 2011, skilaði nefnd sem skipuð var af  LH og BÍ á haustdögum, til að endurskoða alla umgjörð Landsmóts ehf., lokaskýrslu. Í nefndina voru skipaðir eftirfarandi einstaklingar:
Sveinbjörn Sveinbjörnsson skipaður af LH, formaður, Birgir Leó Ólafsson skipaður af LH, Kristinn Guðnason skipaður af BÍ, Sigrún Ólafsdóttir skipuð af BÍ og Stefán Haraldsson skipaður af LH.
Eins og sjá má var þess gætt við skipan nefndarinnar að nefndarmenn kæmu víða að af landinu og úr mismunandi geirum hestamennskunnar.  Þannig var leitast við að tryggja að sem flest sjónarmið kæmu fram um þetta fjöregg okkar hestamanna í allri vinnu nefndarinnar.
Það er því einkar ánægjulegt að undir skýrsluna skrifuðu allir nefndarmenn sem gefur skýrslunni og því sem í henni stendur þyngra vægi.
Áður hafði nefndin skilað áfangaskýrslu til Landsþings LH á Akureyri haustið 2010.
Vill stjórn LH koma á framfæri sérstöku þakklæti til nefndarmanna fyrir góða og málefnalega skýrslu, þar sem farið er yfir flesta þætti er varða landsmótin og þróun þeirra. Að auki hefur nefndin sett fram svör við þeim spurningum sem Landsþing LH á Akureyri 2010 beindi sérstaklega til nefndarinnar.
Hvetur stjórn LH alla velunnara íslenska hestsins til að kynna sér innihald þessarar skýrslu og ræða hana á málefnalegan hátt þar sem framtíð og vaxtarmöguleikar Landsmóta eru höfð að leiðarljósi.
Það er von stjórnar LH, að skýrslan megi verða upphaf að frekari umræðu og vinnu innan LH og Bændasamtakanna sem leiði til þess að einhugur og sátt muni ríkja um landsmótahald í framtíðinni.

Skýrsluna er hægt að lesa með því að smella hér.

Stjórn LH.