Lyfjaverð æðir upp

16.01.2009
Lyf hafa hækkað verulega upp á síðkastið. Ormalyf í hross hafa hækkað um allt að helming frá því í fyrra. Mikill munur er þó enn á milli tegunda og pakkninga. Ódýrast er að kaupa fljótandi ormalyf á brúsa og gefa sjálfur.Lyf hafa hækkað verulega upp á síðkastið. Ormalyf í hross hafa hækkað um allt að helming frá því í fyrra. Mikill munur er þó enn á milli tegunda og pakkninga. Ódýrast er að kaupa fljótandi ormalyf á brúsa og gefa sjálfur.Lyf hafa hækkað verulega upp á síðkastið. Ormalyf í hross hafa hækkað um allt að helming frá því í fyrra. Mikill munur er þó enn á milli tegunda og pakkninga. Ódýrast er að kaupa fljótandi ormalyf á brúsa og gefa sjálfur.

Líters brúsi af Zerofon kostar nú um 10 þúsund krónur, — plús mínus þúsund! Hann dugar í ríflega þrjátíu fullorðin hross. Skammturinn er því innan við 300 krónur, sem er langódýrsti kosturinn sem völ er á. Á sumum stöðum er hægt að finna ódýrari tegund. Líters brúsi af Albencare kostar til dæmis um 6000 krónur hjá Dýralæknamiðstöðinni á Hellu.

Ormalyf í túbum, sem er oftast einn og hálfur skammtur, eru hins vegar mörgum sinnum dýrari. Liggur á bilinu 2000 til 4500 krónur eftir tegundum. Yfirleitt eru þetta þó virkari ormalyf en þau ódýrari. Þau bestu drepa einnig bandorm, sem flest ódýrari ormalyf gera ekki. Hægt er þó að fá túbu af Banmint á ca 1500 krónur í lyfju á Selfossi, en það drepur flestar tegundir orma og einnig bandorm.

Einn kostur er að fá dýralækni til að koma í hesthús og sprauta hross með orma- og lúsalyfi undir húð, hefur sem sagt tvöfalda virkni og er að sögn mjög virkt ormalyf. Það getur verið hagkvæmt ef um mörg hross er að ræða. Skammtur í tíu hross kostar ca 25000 krónur, með vitjun en fyrir utan akstur. Skammturinn er þá á 2500 krónur.

Á myndinni er Anna Guðrún Grétarsdóttir að gefa ormalyf með faglegri sveiflu. Ljósm: www.fornhagi.is