Magnús Skúlason í fjórganginn

05.12.2008
Magnús Skúlason í Svíþjóð hefur keypt stóðhestinn Kraft frá Kvistum. Kraftur er einn nokkurra afkvæma Nagla frá Þúfu sýnd voru í vor. Kraftur er álitlegur keppnishestur í tölti og fjórgangi og kaupir Magnús hann sem slíkan. Kraftur er á fimmta vetur.Magnús Skúlason í Svíþjóð hefur keypt stóðhestinn Kraft frá Kvistum. Kraftur er einn nokkurra afkvæma Nagla frá Þúfu sýnd voru í vor. Kraftur er álitlegur keppnishestur í tölti og fjórgangi og kaupir Magnús hann sem slíkan. Kraftur er á fimmta vetur.

Magnús Skúlason í Svíþjóð hefur keypt stóðhestinn Kraft frá Kvistum. Kraftur er einn nokkurra afkvæma Nagla frá Þúfu sem sýnd voru í vor. Kraftur er álitlegur keppnishestur í tölti og fjórgangi og kaupir Magnús hann sem slíkan. Kraftur er á fimmta vetur.

Eins og hestamenn þekkja þá er Magnús þekktastur fyrir árangur sinn á skeiðhestum og alhliðahestum og á í fórum sínum heimsmeistaratitla sem slíkur. Nú virðist hins vegar sem hann ætli að þreifa fyrir sér á fjórgangsvængnum. Sér til aðstoðar við skoðun á Krafti hafði hann einn helsta íþróttadómara landsins, Tómas Ragnarsson, sem lagði blessun sína yfir gripinn sem verulega álitlegt keppnisefni.


Kraftur var sýndur í kynbótadómi í vor og fékk 7,94 í aðaleinkunn, þar af 8,5 fyrir tölt, vilja og fegurð. Hann fékk 8,07 fyrir sköpulag. Hann er undan Kötlu frá Skíðbakka, Hlynsdóttur frá Kjarnholtum. Magnús var á Íslandi nú í vikunni og keypti nokkur hross, bæði þekkt og minna þekkt keppnishross, og efnilegar hryssur. Við segjum meira frá því síðar.

Á myndinni er það Þórður Þorgeirsson sem situr Kraft á Hellu síðastliðið vor.