Málþing um Sveinshross á Sauðárkróki

17.02.2009
Ráðstefna um Sauðárkrókshrossin verður haldin á vegum Söguseturs íslenska hestsins, laugardaginn 21. mars 2009. Ráðstefnan fer fram í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki og hefst kl. 13.00. Ráðstefnustjóri verður Víkingur Gunnarsson. Þetta kemur fram á vef Söguseturs íslenska hestsins. Ráðstefna um Sauðárkrókshrossin verður haldin á vegum Söguseturs íslenska hestsins, laugardaginn 21. mars 2009. Ráðstefnan fer fram í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki og hefst kl. 13.00. Ráðstefnustjóri verður Víkingur Gunnarsson. Þetta kemur fram á vef Söguseturs íslenska hestsins. Að sjálfssögðu er hér verið að tala um hrossarækt Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki, og nú sonar hans, Guðmundar Sveinssonar. Stóðhestar frá Sveini hafa reynst örlagavaldar í hrossarækt hér á landi. Varla kemur það hross til sýningar í dag sem ekki á ættir að rekja til hrossa Sveins.

Nokkrir þungavigtarmenn í íslenskri hestamennsku og hrossarækt flytja erindi á ráðstefnunni:

Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur flytur erindið: Sauðárkrókshrossin í 70 ár.

Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum flytur erindið: Hugrenningar um Sauðárkrókshrossin.

Þorvaldur Kristjánsson og Ágúst Sigurðsson flytja erindið: Áhrifamiklir einstaklingar úr Sauðárkróksræktuninni. Fræðileg tölfræðileg greining á helstu ættfeðrum.

Guðmundur Sveinsson, sonur Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki, flutur erindi sem heitir: Bústang hversdagsins.

Ingimar Ingimarsson flytur erindið: Ræktandinn og hestamaðurinn Sveinn Guðmundsson.

Á eftir verða umræður og síðan boðið upp á hanastél.