Maríanna í stjórn Meistara- deildar VÍS

15.01.2009
Maríanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri LH, hefur tekið sæti í stjórn Meistaradeildar VÍS. Maríanna er öflugur félagsmálamaður og eftirsótt sem slík. Hún hefur meðal annars unnið ötullega í félagsmálum í Fáki.Maríanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri LH, hefur tekið sæti í stjórn Meistaradeildar VÍS. Maríanna er öflugur félagsmálamaður og eftirsótt sem slík. Hún hefur meðal annars unnið ötullega í félagsmálum í Fáki.

Maríanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri LH, hefur tekið sæti í stjórn Meistaradeildar VÍS. Maríanna er öflugur félagsmálamaður og eftirsótt sem slík. Hún hefur meðal annars unnið ötullega í félagsmálum hjá Fáki.

Maríanna var ritari í stjórn Fáks í þrjú ár og í stjórn íþróttadeildar félagsins í tvö ár. Hún var fjögur ár í stjórn félags hestaíþróttadómara og er með íþróttadómara réttindi. Hún hefur setið í stjórn Skeiðfélagsins frá stofnun þess. Síðast en ekki síst þá er Maríanna sérlegur reiknimeistari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, en hún þykir talnaglögg með afbrigðum.