Markaðssetning íslenska hestsins erlendis

10.12.2009
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, herra Jón Bjarnason,boðaði í morgun til fréttamannafundar í tilefni af útkomu skýrslunnar Markaðssetning íslenska hestsins erlendis. Skýrslan var unnin af nefnd á vegum ráðuneytisins sem m.a. hafði það verkefni að meta hvernig staðið væri að kynningu íslenska hestsins nú, að velta fyrir sér nýjum hugmyndum og að leita leiða til að bæta árangur af útflutningsstarfinu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, herra Jón Bjarnason,boðaði í morgun til fréttamannafundar í tilefni af útkomu skýrslunnar Markaðssetning íslenska hestsins erlendis. Skýrslan var unnin af nefnd á vegum ráðuneytisins sem m.a. hafði það verkefni að meta hvernig staðið væri að kynningu íslenska hestsins nú, að velta fyrir sér nýjum hugmyndum og að leita leiða til að bæta árangur af útflutningsstarfinu. Nefndina skipuðu Ásta Möller, Freyja Hilmarsdóttir, Hulda Gústafsdóttir, Kristinn Hugason, Magnea Guðmundsdóttir, Pétur J. Eiríksson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Í skýrslunni er m.a. greint frá sögulegu yfirliti íslenska hestsins og samantekt þar sem greint er frá stuðningi hins opinbera við hestamennskuna, verðmæti íslenska hrossastofnins og dreifingu hans um heiminn.
Fróðlegt er að lesa að hérlendis eru um 80 þúsund hrossa og ef varlega áætlað meðalverðgildi hvers hross í stofninum væri 100.000kr. þá er heildarverðgildi stofnsins um 8 milljarðar króna.
Samkvæmt upplýsingum tryggingafélaga voru verðmætustu hrossin, sem eru um 5% af heildinni, einstaklingstryggð fyrir um 10 milljarða króna sumarið 2008, sem gefur ef til vill betri vísbendingu um heildarverðmæti hrossastofnsins.

Í skýrslunni er greint frá stóraukningu ferðamanna til landsins og er talið að um 18% þeirra njóti samvista við íslenska hestinn í ferðum sínum. Þetta samsvarar því að um 90 þúsund erlendir ferðamenn hafi notið samvista við íslenska hestinn í ferðum sínum til Íslands á árinum 2008.
Nefndin telur lykilatriði árangursríkrar markaðssetningar á íslenska hestinum felast í því að markaðssetja íslenska hestinn sem gæðavöru, „að íslenski hesturinn, borinn og uppalinn á Íslandi, sé hinn eiginlegi upprunalegi íslenski hestur. Hann búi yfir sérstökum eiginleikum sem fyrir tilverknað íslenskrar náttúru, umhverfis og hestamennskuhefðar veiti honum sérstöðu umfram hross af íslenskum stofni sem fædd eru erlendis.“
Í skýrslunni leggur nefndin fram fjölmargar góðar tillögur til þess að bæta markaðssetningu íslenska hestsins. Þar er m.a. tillögur um fræðslu- og menntamál og aðkomu stjórnvalda að greininni þar sem m.a. er lagt fram að áfram verði veitt framlag til þróunarfjárnefndar hrossaræktarinnar, virðisaukaskattur á lifandi hross innanlands verði lækkaður og að útflutningsráð leggi aukna áherslu á markaðssetningu íslenska hestsins í starfi sínu. Einnig eru lagðar fram tillögur um reiðvegamál og markaðs- og kynningarmál þar sem lagt er til að opnaður verði almennur aðgangur að Worldfeng og sett upp sérstök upplýsingasíða um söluhross. Spennandi hugmynd er um „Hestaviku á Íslandi að vetri“  í mars 2010 þar sem boðið verður uppá  fjölþætta viðburði, s.s. opið hesthús, töltkeppni á ís, ískappreiðar o.fl. Nefndin leggur einnig fram tillögu um að unnið verði að því að fá viðurkenningu á hestíþróttum á íslenskum hestum sem ólympíska íþrótt.

Tölulegar upplýsingar um hross er að finna í máli og myndum, upplýsingar um helstu félagasamtök, stofnanir, verkefni, skattar og skyldur á hestamennsku, greining á helstu mörkuðum fyrir íslenska hestinn erlendis og margt margt fleira.

Skýrslan er afar vel unnin, greinagóð og mjög fræðandi.